Sala á engiferöli fimmfaldast

Engiferöl.
Engiferöl.

Vinsældir engiferöls hér á landi aukast með hverju ári. Sést það vel á sölutölum á engiferöli í verslunum Hagkaupa, en salan þrefaldaðist milli áranna 2016 og 2017, segir í skriflegu svari frá Hagkaupum.

Þá hefur salan á þessu ári nú þegar toppað sölu frá öllu síðasta ári, á ársgrundvelli væri það um fimmföldun í sölu, segir enn fremur í svari Hagkaupa.

„Þetta er náttúrlega svona tískudrykkur, sem hefur verið mikið æði hjá Bretum og Bandaríkjamönnum síðastliðin ár. Kannski er það fyrst og fremst drykkurinn Moscow Mule, sem hefur slegið í gegn á börum landsins og annars staðar í heiminum. Hins vegar er líka stór hópur fólks sem drekkur ekki áfengi en fer ennþá út að skemmta sér og er orðið dálítið leitt á því að drekka frekar tilbreytingarlaust sódavatn,“ segir Freyr Eyjólfsson, fjölmiðlamaður og forfallinn áhugamaður um engiferöl, í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert