Ákærðir fyrir líkamsárás í Tryggvagötu

Árásin átti sér stað fyrir utan skemmtistaðinn Gaukinn í Tryggvagötu …
Árásin átti sér stað fyrir utan skemmtistaðinn Gaukinn í Tryggvagötu í apríl 2015.

Embætti héraðssaksóknara hefur ákært þrjá menn á þrítugsaldri fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás fyrir utan skemmtistaðinn Gaukinn í Tryggvagötu í apríl 2015. Eru þeir ákærðir fyrir að hafa saman veist með ofbeldi að öðrum manni á þrítugsaldri.

Í ákæru málsins kemur fram að einn hinna ákærðu hafi slegið fórnarlambið með hnefahöggi undir höku og í framhaldinu hafi þeir allir veist að manninum með höggum og spörkum í líkama og höfuð, meðal annars eftir að maðurinn lenti í jörðinni.

Hlaut maðurinn bólgur, nefbrot, brotalínur í kjálka, auk þess að fá eymsli í hönd. Eru þremenningarnir ákærðir fyrir brot á 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga, en refsirammi samkvæmt henni er allt að 16 ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert