Banaslys við Kirkjufell

Þyrla Landhelgisgæslunnar við Kirkjufell í dag.
Þyrla Landhelgisgæslunnar við Kirkjufell í dag. Ljósmynd/Aðsend

Banaslys varð þegar erlendur karlmaður féll er á hann var á göngu á Kirkjufelli á Snæfellsnesi í morgun. 

Að sögn lögreglunnar á Vesturlandi komu ferðamenn auga á manninn þar sem hann lá um kl. 10 í morgun og var þá haft samband við Neyðarlínuna. Lögreglan telur að maðurinn, sem er erlendur ríkisborgari, hafi orðið viðskila við hóp sem hann var með á fjallinu.

Björgunarveitir voru sendar á vettvang og er unnið að því að flytja manninn niður. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð á staðinn en gat ekki athafnað sig sökum sviptivinda að sögn lögreglu. 

Lögreglan segir að maðurinn hafi fallið niður úr töluverðri hæð, og var hann látinn þegar að honum var komið.

Málið er í rannsókn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert