Göngumanni bjargað í Leirufirði

TF-GNA tók á loft frá Reykjavík upp úr klukkan hálftvö …
TF-GNA tók á loft frá Reykjavík upp úr klukkan hálftvö í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA kom göngumanni til bjargar fyrr í dag eftir að boð höfðu borist frá neyðarsendi innst í botni Leirufjarðar.

Þyrlan tók á loft frá Reykjavík klukkan 13:40. Björgunarsveitir á Vestfjörðum voru einnig kallaðar út, sem og björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Gunnar Friðriksson, að því er segir í tilkynningu.

TF-GNA var komin í Leirufjörð eftir um klukkustundar flug frá Reykjavík og áhöfn þyrlunnar hófst þegar handa við að finna neyðarsendinn sem sagður var tilheyra göngumanni.

Eftir stutta leit kom áhöfn þyrlunnar auga á manninn. Hann var tekinn um borð í þyrluna og flogið með hann á Ísafjörð. Hann var kaldur en í góðu ástandi að öðru leyti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert