Reiði og tómleikatilfinning

Inga Wessman sálfræðingur vinnur mikið með jaðarpersónuleikaröskun í sínu starfi.
Inga Wessman sálfræðingur vinnur mikið með jaðarpersónuleikaröskun í sínu starfi. mbl.is/Hari

Al­gengt er að fólk með jaðar­per­sónu­leikarösk­un sé rang­lega greint með geðhvörf (bipol­ar) en þar standa sveifl­ur í skapi yfir í lengri tíma og eru sjald­gæfari ásamt því að önn­ur ein­kenni en skapsveifl­ur greina á milli hvorri rösk­un fyr­ir sig.

Inga Wessman, sál­fræðing­ur hjá Litlu kvíðameðferðar­stöðinni (Litlu KMS), sér­hæf­ir sig í jaðar­per­sónu­leikarösk­un (bor­derl­ine per­sona­lity disor­der, BPD). Jaðar­per­sónu­leikarösk­un er geðrænn vandi sem ein­kenn­ist af slakri til­finn­inga­stjórn, breyti­legri sjálfs­mynd, hvat­vísi og sam­skipta­vanda. Oft­ast er vand­inn ekki greind­ur fyrr en eft­ir 18 ára ald­ur þó svo að ein­kenn­in geti komið mun fyrr fram. Um 2-6% fólks er með jaðar­per­sónu­leikarösk­un og er kynja­hlut­fallið jafnt þó að fyrri rann­sókn­ir hafi bent til að rösk­un­in væri al­geng­ari hjá kon­um. Oft fylgja önn­ur geðræn vanda­mál jaðar­per­sónu­leikarösk­un og má þar nefna þung­lyndi, kvíða, mis­notk­un áfeng­is eða fíkni­efna og átrask­an­ir.

Til að grein­ast með geðrösk­un­ina þurfa fimm af níu ein­kenn­um rösk­un­ar­inn­ar að vera til staðar yfir lengri tíma og við fjöl­breytt­ar aðstæður.

„Það sem ger­ir rösk­un­ina að per­sónu­leikarösk­un er að vand­inn spegl­ar hvernig ein­stak­ling­ur­inn hugs­ar, líður og hegðar sér að jafnaði ólíkt rösk­un­um sem vara yf­ir­leitt í af­markaðan tíma eins og meiri­hátt­ar þung­lyndi.”

Meg­in­ein­kenni jaðar­per­sónu­leikarösk­un­ar er slök til­finn­inga­stjórn sem má oft rekja til mik­ils til­finn­inga­næm­is. Hjá fólki með mikið til­finn­inga­næmi þarf minna til að kalla fram til­finn­ing­ar og viðbrögð þess eru sterk­ari og vara leng­ur held­ur en hjá öðru fólki. Í öðrum geðrösk­un­um er fólk oft með aukið næmi gagn­vart ákveðnum til­finn­ing­um, eins og kvíða í kvíðarösk­un­um. En til­finn­inga­næmi hjá fólki með jaðar­per­sónu­leikarösk­un er gagn­vart flest­um til­finn­ing­um. Bæði gagn­vart þægi­leg­um og óþægi­leg­um til­finn­ing­um. Fólk verður því auðveld­lega mjög glatt, mjög leitt og svo mjög kvíðið inn­an nokk­urra klukku­stunda eða daga svo dæmi séu tek­in,” seg­ir Inga.

Viðtalið við Ingu birtist á mbl.is fyrr í vikunni sem hluti af stærri umfjöllun um geðheilbrigðismál. 

Inga seg­ir að al­gengt sé að fólk með jaðar­per­sónu­leikarösk­un sé rang­lega greint með geðhvörf (bipol­ar) en þar standa sveifl­ur í skapi yfir í lengri tíma og eru sjald­gæfari ásamt því að önn­ur ein­kenni en skapsveifl­ur greina á milli hvorri rösk­un fyr­ir sig. Því er mik­il­vægt að fag­fólk sem vinn­ur við að greina geðhvörf þekki vel til mis­muna­grein­ing­ar á jaðar­per­sónu­leikarösk­un og öf­ugt til þess að fólk fái rétta meðferð. En mun­ur­inn á þess­um grein­ing­um hef­ur mik­il áhrif á hvort mælt sé með lyfjameðferð og þá hvaða lyfjameðferð og eins hvers­kon­ar sál­fræðimeðferð og í hve mikl­um mæli henti viðkom­andi best.

Mik­ill reiðivandi fylg­ir oft þess­ari rösk­un seg­ir Inga. Af hverju?

„Það er kannski vegna þess að það er al­gengt að fólk sem er með þessa rösk­un noti reiði til þess að tak­ast á við aðrar til­finn­ing­ar. Oft tel­ur fólk að til­finn­ing­ar eins og dep­urð og sorg séu ekki í lagi eða séu merki um veik­leika. Einnig finnst mörg­um dep­urð eða sorg óbæri­leg og not­ar þá reiði frek­ar til þess að tjá til­finn­ing­ar sín­ar. Reiðin get­ur þó einnig stafað af ákveðnum kjarnaviðhorf­um eins og að lífið eða aðrir séu ósann­gjarn­ir.

Fólk með jaðar­per­sónu­leikarösk­un upp­lif­ir einnig mikla og ít­rekaða tóm­leika­kennd sem því finnst vera mjög óþægi­legt ástand og al­gengt að fólk fái þá mikl­ar sjálfs­vígs­hugs­an­ir. Tóm­leika­kennd­in get­ur stafað af því að fólk af­teng­ir sig frá til­finn­ing­um sín­um vegna þess að þær eru svo marg­ar og sterk­ar. Slík af­teng­ing­in, sem kall­ast hug­rofs­ástand, verður einnig til þess að fólk sýn­ir ekki svip­brigði þegar sagt er frá mjög erfiðum hlut­um en það verður til þess að aðrir eiga erfitt með að skilja og setja sig í spor þess, eða taka mark á því sem það seg­ir. En það er von­laust að ætla að bægja til­finn­ing­um frá til lengri tíma og því verða þær oft mjög mikl­ar og sterk­ar í kjöl­farið. Fólk með jaðar­per­sónu­leikarösk­un fer á milli þess­ara öfga, það er eng­inn milli­veg­ur. Eins er fyr­ir­var­inn oft lít­ill sem eng­inn og því mjög erfitt fyr­ir aðra að átta sig á því hvað er í gangi,” seg­ir Inga.

Fyrst og fremst til­finn­inga­vandi sem leiðir til sam­skipta­vanda

Hún seg­ir deilt um hvort jaðar­per­sónu­leikarösk­un sé fyrst og fremst til­finn­inga­vandi eða sam­skipta­vandi. Rann­sókn­ir styðja bæði en frumniður­stöður rann­sókn­ar sem hún er að gera benda til þess að meg­in­ein­kenni rösk­un­ar­inn­ar sé slök til­finn­inga­stjórn sem síðan veld­ur vanda­mál­um í sam­skipt­um.

Und­an­far­in ár hef­ur Inga verið með ann­an fót­inn í Banda­ríkj­un­um að sér­hæfa sig í díal­ektískri at­ferl­is­meðferð (DAM) meðferð í Seattle hjá upp­hafs­konu meðferðar­inn­ar Mörs­hu Lineh­an, og fá þjálf­un sem meðferðaraðili og sinna rann­sókn­um á Mc­Le­an-spít­ala við Har­vard-há­skóla og svo heima á Íslandi að klára doktors­gráðu í klín­ískri sál­fræði og vinna á Litlu kvíðameðferðar­stöðinni, en hún er ný­kom­in heim að fullu til starfa hjá Litlu KMS.

Til stend­ur að þróa og bæta þjón­ustu fyr­ir ungt fólk sem er með slaka til­finn­inga­stjórn, bæði þá sem upp­fylla grein­ing­ar­viðmið jaðar­per­sónu­leikarösk­un­ar og einnig þá sem eru með væg­ari ein­kenni en þurfa þó aðstoð með til­finn­inga­stjórn. Það er í sam­ræmi við þróun á meðferð við til­finn­inga­stjórn er­lend­is, en meðal þeirra sem grein­ast seinna með jaðar­per­sónu­leikarösk­un má oft greina erfiðleika við til­finn­inga­stjórn mun fyrr sem hefði mátt grípa inn í og hugs­an­lega koma í veg fyr­ir að vand­inn yrði jafn mik­ill á full­orðins­ár­um.

Annað ein­kenni jaðar­per­sónu­leikarösk­un­ar er höfn­un­ar­næmi. Hún seg­ir að það sé ekk­ert skrýtið að þess­ar mann­eskj­ur upp­lifi það sterkt þegar þeim er hafnað, það er vegna til­finn­inga­næm­is­ins. En þær eru einnig lík­legri til að halda að verið sé að hafna þeim þegar svo er ekki.

„Það þarf kannski ekki meira en að vin­kona hringi og seg­ist ekki kom­ast með þér í bíó þá upp­lif­ir þú það þannig að vin­kon­an vilji ekki koma með þér í bíó. Viðbrögðin við höfn­un eru oft óhjálp­leg og ýta jafn­vel fólki í burtu, til dæm­is að segj­ast ætla að enda eigið líf eða að grát­biðja viðkom­andi um að yf­ir­gefa sig ekki. Fólk með rösk­un­ina á það einnig til að vera svart­hvítt í hugs­un sem hef­ur áhrif á hvernig það lít­ur á fólk. Oft birt­ist það með því að dýrka fólk og dá eina stund­ina en þola það ekki hina stund­ina.”

Inga seg­ir einnig að „fólk með jaðar­per­sónu­leikarösk­un er oft með breyti­lega sjálfs­mynd. Það fel­ur í sér erfiðleika með að átta sig á eig­in til­finn­ing­um, löng­un­um, gild­um o.s.frv. Það verður til þess að þau breyta mikið um stefnu í líf­inu og aðlaga sig að því fólki sem þau eru  með hverju sinni. Það ætti því ekki að koma á óvart að þeir sem hafa rösk­un­ina hafi mikið höfn­un­ar­næmi þar sem þeir reiða sig oft á aðra til að vita hverj­ir þeir eru. Því get­ur reynst erfitt að vera yf­ir­gef­in/​n.”

Hvat­vísi einn af fylgi­fisk­un­um

Hvat­vísi er mjög al­geng hjá þeim sem eru með jaðar­per­sónu­leikarösk­un. Til að mynda að keyra óvar­lega, stunda óvar­legt kyn­líf eða með ókunn­ug­um, áfeng­is- eða vímu­efna­vandi og át­köst. Það er mögu­leg ástæða þess að fólk með rösk­un­ina er oft rang­lega greint með marg­ar aðra rask­an­ir eins og geðhvarfa­sýki, áfeng­is- eða vímu­efna­vanda og átrösk­un. Einnig er þetta fólk oft með reiðivanda, en það verður til þess að kjarni vand­ans er aldrei meðhöndlaður, sem er slök til­finn­inga­stjórn.

Skaða sig til þess að draga úr van­líðan

„Svo er sjálf­skaði og sjálfs­vígs­hegðun mjög al­geng hjá fólki með jaðar­per­sónu­leikarösk­un. Slík hegðun er stund­um notuð til að draga úr erfiðum til­finn­ing­um. En sjálfs­vígs­hegðun, sjálf­skaði eða hugs­an­ir um sjálfs­víg geta dregið mikið úr van­líðan til skamms tíma en hjálpa ekki til lengri tíma og koma í veg fyr­ir bata.

Stund­um skaðar fólk sig eða sýn­ir sjálfs­vígs­hegðun vegna þess að það leiðir til stuðnings og um­hyggju frá öðrum og það kann ekki heppi­legri aðferðir til þess að fá það sem það vill. Mik­il­vægt er að hafa í huga að rann­sókn­ir hafa leitt í ljós að fólk með þessa rösk­un á oft erfitt með að muna at­b­urðarás og á þá í erfiðleik­um með að átta sig á hvers vegna það skaðar sig eða sýn­ir sjálfs­vígs­hegðun. Það er því ekki endi­lega meðvitað að skaða sig eða sýna sjálfs­vígs­hegðun til að fá stuðning og um­hyggju.

Aðrir hugsa um sjálfs­víg og sýna sjálfs­vígs­hegðun vegna þess að þeir vilja deyja og um 8-10% fólks með jaðar­per­sónu­leikarösk­un enda eigið líf. Það er því ljóst að sjálfs­vígs­hugs­an­ir og hegðun get­ur gegnt ólíku hlut­verki og mik­il­vægt að bera kennsl á það svo meðferðin sé bæði mark­viss og ár­ang­urs­rík.

Skjól­stæðing­ar öðlast betri inn­sýn í vand­ann með því að fara end­ur­tekið yfir hvaða ytri at­b­urðir áttu sér stað í aðdrag­anda sjálf­skaða eða sjálfs­vígs­hegðunar, hvað viðkom­andi voru að hugsa, hvernig þeim leið og hvernig þeir brugðust við áður en þeir voru komn­ir í það mikla van­líðan að gripið var til sjálf­skaða eða sjálfs­vígs­hegðunar. Þessi þjálf­un bygg­ist á keðju­grein­ing­um sem eru tölu­vert ít­ar­legri og meira krefj­andi en hefðbund­in kort­lagn­ing á vanda í HAM-meðferð. Svo bygg­ist meðferðin á því að læra hjálp­legri aðferðir til að eiga við erfiðar til­finn­ing­ar, byggt á þeim upp­lýs­ing­um sem fást með keðju­grein­ing­um,” seg­ir Inga.

Díal­ektísk at­ferl­is­meðferð (DAM) sem þróuð var af Marsha Lineh­an um 1980 er gagn­reynd meðferð við jaðar­per­sónu­leikarösk­un. DAM bygg­ist á þeirri hug­mynd að fólk sé al­mennt að gera sitt besta en geti gert bet­ur með því að læra hjálp­legri aðferðir til að eiga við til­finn­ing­ar sín­ar. Þá geti það byggt upp líf sem er þess virði að lifa. Ef fólk hef­ur ekki þau tæki og tól sem þarf til að tak­ast á við mjög erfiðar til­finn­ing­ar þá er ekki skrýtið að það noti þær aðferðir sem það kunni til að draga úr eða stjórna þeim jafn­vel þó þær séu óhjálp­leg­ar til lengri tíma litið, því þær virka í augna­blik­inu. Til dæm­is get­ur sjálf­skaði komið fólki úr hug­rofs­ástandi en til eru mun þægi­legri og óskaðleg­ar aðferðir til þess að koma sér úr hug­rofs­ástandi.

Flest­ir ná bata inn­an nokk­urra ára

„Áður fyr­ir var því haldið fram að jaðar­per­sónu­leikarösk­un væri þrálát­ur vandi en nú er vitað að það er ekki rétt. Lang­tím­a­rann­sókn sem staðið hef­ur yfir í rúm 25 ár hef­ur leitt í ljós að um 50% þeirra sem grein­ast með jaðar­per­sónu­leikarösk­un grein­ast ekki leng­ur með hana fjór­um árum seinna og fleiri ná bata þegar á líður. Ein­ung­is um 6% af þeim sem fylgst hef­ur verið með, hafa greinst aft­ur með rösk­un­ina síðar. Það er tölu­vert lægra hlut­fall en hjá þeim sem grein­ast oft­ar en einu sinni á æv­inni í al­var­legri geðlægðarlotu eða það sem í dag­legu tali er kallað þung­lyndi,” seg­ir Inga.

For­dóm­ar ríkj­andi gagn­vart röskuninni

Hún seg­ir alls kyns for­dóma ríkja gagn­vart jaðar­per­sónu­leikarösk­un og jafn­vel af hálfu þeirra sem sinna meðferð. Það hef­ur orðið til þess að fag­fólk vill síður greina fólk með rösk­un­ina og jafn­vel slepp­ir því að segja skjól­stæðingn­um frá því að þeir upp­fylli grein­ing­ar­viðmið fyr­ir rösk­un­ina.

„En það er svona svipað og að segja ekki ein­stak­lingi með krabba­mein frá sjúk­dómn­um, hvernig á fólk að leita sér viðeig­andi meðferðar ef það veit ekki hver vand­inn er?” seg­ir Inga.

„Við vit­um líka að það eitt að veita skjól­stæðingi með jaðar­per­sónu­leikarösk­un fræðslu um rösk­un­ina, fram­vind­una og meðferð dreg­ur úr fjölda og/​eða al­var­leika ein­kenn­anna. Það er því ljóst að marg­ir sem þurfa á aðstoð að halda fá hana ekki eða fá ranga aðstoð þegar til dæm­is átrösk­un, áfeng­is- og fíkni­efna­vandi eða þung­lyndi er meðhöndlað í stað kjarna vand­ans,“ seg­ir Inga Wessman. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert