Allir þurfa að þekkja sín sköp

Konur eru með heimskort á milli fóta. Nauðsynlegt er að …
Konur eru með heimskort á milli fóta. Nauðsynlegt er að kanna svæðið. Getty Images/iStockphoto

„Það þarf að fjarlægja leyndarhjúpinn sem umlykur kynhegðun. Staðgóð þekking á því hvernig líkaminn virkar auðveldar konum að taka ákvarðanir af öryggi og sjálfstrausti,“ segja höfundar bókarinnar Gleðin að neðan.

Kynfæri kvenna eru margslunginn ævintýraheimur og því er gott fyrir konur að geta fengið svör við sem flestum spurningum sem koma upp í tengslum við þau, sérstaklega fyrir þær ungu stúlkur sem eru nýlega komnar á kynþroskaaldurinn.

Norsku læknanemarnir Nina Brochmann og Ellen Stokken Dahl hafa lagt sig fram um að veita svörin, en þær sendu í fyrra frá sér bókina Gleðin að neðan, um píkuna, legið og allt hitt. Nú hefur bókin verið þýdd á íslensku og ljóst má vera að þær stöllur eru hugsjónakonur, þær hafa bæði haldið úti bloggi og ferðast með kynfræðslufyrirlestra. Þær segja í formála bókarinnar að þær langi til að „fá stelpur og konur til að fyllast aðdáun og stolti yfir stórkostlegum líkömum sínum,“ að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Sjá umfjöllun um bókina „Gleðina að neðan“ í heild í Morgunblaðinu í dag.

. Markmið okkar var að veita áreiðanlegar og læknisfræðilegar upplýsingar byggðar á rannsóknum og setja þær fram á aðgengilegan og fyndinn hátt. Engar predikanir og engin skömm – bara ósviknar og traustar upplýsingar. Við trúum því staðfastlega að kynheilbrigði sé mikilvægt. Við skrifuðum þessa bók með konur í huga – sérstaklega þær sem eru óöruggar um hvort þær virki eins og þær eigi að virka, líti út eins og þær eigi að líta út og líði eins og þeim eigi að líða. Við skrifuðum bókina líka fyrir þær ykkar sem nú þegar eruð ánægðar og stoltar, en viljið vita meira um þetta ótrúlega líffæri á milli fótleggjanna á ykkur. Kynfærin eru spennandi og við teljum að lykillinn að góðri heilsu (kynheilsu og annars konar heilsu) sé að miklu leyti fólginn í að vita hvernig líkaminn virkar.“

Ferðalag um kynfæri kvenna

Nina og Ellen koma einnig inn á það að þegar konur taka ákvarðanir um líkama sinn og kynlíf þá sé það alltaf hluti af stærra samhengi.

„Menningarleg, trúarleg og pólitísk öfl leitast við að hafa áhrif á þessar ákvarðanir, hvort sem þær snúast um notkun getnaðarvarna, meðgöngurof, kynvitund eða kynlíf. Síðustu áratugi höfum við séð að unglingamenning hefur orðið sífellt kynlífsvæddari og stelpur hafa sérstaklega orðið fyrir barðinu á því. Margar þeirra ungu kvenna sem alast upp í slíku umhverfi ganga endurtekið í gegnum óþægilega kynlífsreynslu sem oft skilur eftir sig sár sem þær rogast með út í lífið. Svona á þetta ekki að vera. Við viljum að konur geti tekið sjálfstæðar ákvarðanir með allar staðreyndir við höndina og að ákvarðanirnar byggist á læknisfræðilegri þekkingu, en ekki á slúðri, misskilningi og ótta. Staðgóð þekking á því hvernig líkaminn virkar auðveldar konum að taka ákvarðanir af öryggi og sjálfstrausti. Það þarf að fjarlægja leyndarhjúpinn sem umlykur kynhegðun og við þurfum að taka líkama okkar eignarhaldi. Við vonum að þú hlakkir til að koma með okkur í ferðalag um kynfæri kvenna, allt frá píku til eggjastokka. Helsta ósk okkar er að þú getir varpað öndinni léttar eftir að hafa lesið bókina. Líkami er bara líkami. Við erum öll með einn slíkan og hann færir okkur bæði gleði og áskoranir. Vertu stolt af því hverju líkami þinn getur áorkað og sýndu þolinmæði þegar hann á í erfiðleikum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert