Landsmenn vilja strangari flugeldareglur

Talið er að Evrópumet í mengun hafi verið sett í …
Talið er að Evrópumet í mengun hafi verið sett í Dalsmára í Kópavogi síðustu áramót. Haraldur Jónasson/Hari

Meirihluti landsmanna vill strangari reglur um notkun á flugeldum og fjórðungur vill banna almenna notkun þeirra með öllu. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem vísindamenn við Háskóla Íslands hafa unnið að síðustu misseri, sem snýr bæði að viðhorfi til flugeldanotkunar og mengunar af völdum flugelda á höfuðborgarsvæðinu.

Í rannsókninni var svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu síðastliðin tólf áramót skoðuð í alþjóðlegu samhengi ásamt áhrifaþáttum mengunar. Jafnframt voru leiðir til úrbóta kannaðar. Þá voru viðhorf hagsmunaaðila innan stjórnkerfisins, meðal sveitarfélaga, seljenda flugelda og ferðaþjónustu til flugelda kannað og sömuleiðis viðhorf þjóðarinnar í skoðanakönnun sem unnin var í samstarfi við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.

Evrópumet í mengun

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna meðal annars að magn svifryks í andrúmslofti hafi ítrekað farið yfir heilsuverndarmörk á höfuðborgarsvæðinu á nýársdag síðastliðin tólf ár. Sérstakt áhyggjuefni þykir gríðarhár styrkur svifryks á griðastöðum í þéttbýli, í miðjum íbúðahverfum og á útivistarsvæðum.

Hæsta klukkustundargildi fíns svifryks, sem telst minna en 2,5 míkrómetrar í þvermál, um síðustu áramót mældist t.d. 3000 µg/m3 í Dalsmára í Kópavogi, sem talið er vera Evrópumet í mengun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert