Vala Pálsdóttir endurkjörin formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna

Ragnheiður Dagsdóttir afhendir Völu Pálsdóttur, nýkjörnum formanni LS, gjöf frá …
Ragnheiður Dagsdóttir afhendir Völu Pálsdóttur, nýkjörnum formanni LS, gjöf frá stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi með þökkum fyrir góð störf og góðum heitum um áframhaldandi samstarf á aðalfundi LS í gær. Ljósmynd/Aðsend

Ný stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna var kjörin á aðalfundi sambandsins sem haldinn var í gær. Alls taka 28 konur víðs vegar af landinu sem hafa fjölbreyttan feril og búa að víðtækri reynslu sæti í stjórn og varastjórn, að því er fram kemur í tilkynningu frá sambandinu.

Vala Pálsdóttir var endurkjörin formaður sambandsins. Í ræðu sinni vék hún orðum sínum meðal annars að mikilvægu hlutverki kvenna innan flokksins í þeim kosningum sem fram hafa farið síðastaliðið ár og hlutverki landssambandsins. Þar fjallaði hún sérstaklega um Bakvarðarsveit Sjálfstæðiskvenna þar sem reynslumiklar konur úr starfi flokksins veittu liðsinni við að styðja konur til að sækja fram á öllum sviðum flokksins.

„Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi unnið að jafnréttismálum og að mínu mati þurfum við að rísa upp og eigna okkur þennan málaflokk,“ sagði Vala meðal annars í ræðu sinni.

Auk Völu voru eftirfarandi konur kjörnar í aðalstjórn:

Arndís Kristjánsdóttir, Reykjavík
Áslaug J. Jensdóttir, Ísafirði
Berglind Ósk Guðmundsdóttir,Akureyri
Björg Fenger, Garðabæ
Dýrunn Pála Skaftadóttir, Neskaupsstað
Gauja Hálfdánardóttir, Kópavogi
Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, Hafnarfirði
Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Reykjavík
Hulda Guðmunda Óskarsdóttir, Reykjavík
Margrét Rós Ingólfsdóttir, Vestmannaeyjar
Nanna Kristín Tryggvadóttir, Kópavogi
Sirrý Hallgrímsdóttir, Reykjavík
Svava Þórhildur Hjaltalín, Akureyri

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert