Bíll brann til kaldra kola við Helguvík

mbl.is/Eggert

Eldur kom upp í kyrrstæðri og mannlausri bifreið í nágrenni Helguvíkur í gær. Brunavarnir Suðurnesja slökktu eldinn en bifreiðin er gjörónýt.

Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum kemur fram að bifreiðin hafði bilað og var því skilin eftir í vegkantinum.

Þrír á 139 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km

Meðal annarra verkefna lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni má nefna afskipti af ökumönnum vegna hraðaksturs en á annan tug ökumanna hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar það sem af er vikunni.

Þrír þeirra mældust á 139 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Einn til viðbótar ók á 118 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 70 kílómetrar á klukkustund.

Þá voru fáeinir teknir úr umferð vegna gruns um að þeir ækju undir áhrifum fíkniefna eða áfengis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert