Fyrsti vetrarsnjórinn í Esjunni

Fyrsti vetrarsnjórinn í Esjunni blasti við íbúum höfuðborgarsvæðisins í gær. …
Fyrsti vetrarsnjórinn í Esjunni blasti við íbúum höfuðborgarsvæðisins í gær. Ekki er von á úrkomu og verður fölið því líklega horfið á næstu dögum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íbúar höfuðborgarsvæðisins gátu séð í gærmorgun að snjóað hafði í Esjunni, og var þetta fyrsta vetrarfölið í fjallinu í haust.

„Í sjálfu sér er þetta sá tími sem reikna má með að þetta gerist,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, og bætir við að auðvitað sé munur á milli ára.

Nefnir Einar að hér áður fyrr hafi fyrsti vetrarsnjórinn oftar en ekki komið fyrr en nú. Hann bætir við að ekki sé spáð neinni úrkomu um helgina, þó að gera megi ráð fyrir að það verði kalt. Fölið sem nú er í Esjunni verður því líklega horfið eftir helgi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert