Kettir nú leyfðir í bænum

Umdeilt er hvort leyfa eigi lausagöngu katta í Norðurþingi.
Umdeilt er hvort leyfa eigi lausagöngu katta í Norðurþingi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Síðastliðinn miðvikudag var ákveðið að heimila lausagöngu katta í þéttbýli í Norðurþingi, en hún hefur frá árinu 2008 verið óheimil í sveitarfélaginu. Breytingin var samþykkt á sveitarstjórnarfundi með sex atkvæðum gegn þremur.

Helena Eydís Ingólfsdóttir er meðal þeirra sem greiddu atkvæði gegn breytingunni, en hún segir vel hafa tekist að banna lausagöngu katta og lítil ástæða til að breyta lögunum. „Það eru mjög skiptar skoðanir um þetta í samfélaginu hjá okkur, hvort þetta eigi að vera heimilt eða ekki. Mín skoðun er sú að fyrirkomulagið eins og það var hafi gengið mjög vel.“

Spurð hvers vegna ekki ætti að heimila lausagöngu katta segir Helena: „Ýmis rök ganga í báðar áttir. Til dæmis bara hreinlætismál sem snúa að sandkössum fyrir börn og fuglalíf líka. Við erum ekki ein um þetta og ég held að mörg sveitarfélög hafi horft til okkar,“ segir Helena í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert