Nýtt myndver RÚV kostar 184 milljónir

Nýtt fréttamyndver verður tekið í notkun í Efstaleiti í kvöld.
Nýtt fréttamyndver verður tekið í notkun í Efstaleiti í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjónvarpsfréttir Ríkisútvarpsins verða sendar út í nýju fréttamyndveri í kvöld og tekur það við af myndveri sem hefur verið í notkun síðustu átján ár. Áætlaður kostnaður við nýja myndverið er 184 milljónir.

„Mjög stórt skref og vonandi gerir þetta okkur kleift að sinna okkar hlutverki betur heldur en áður,“ segir Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri í frétt RÚV um tímamótin.

Þrátt fyrir að kostnaðurinn sé mikill er áætlað að með nýjum tæknibúnaði sparist að minnsta kosti 20 milljónir árlega þar sem starfsfólki við útsendinguna fækkar úr átta í tvo. Myndavélar verða ekki mannaðar heldur sjá nokkurs konar róbotar um myndatökuna.

Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fréttamaður segir að nýja myndverið muni eiginlega breyta öllu, nú verði í fyrsta skipti í 18 ár hægt að fara með fréttir í loftið fyrirvaralaust hvenær sem er sólarhrings.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert