Viljum halda við þjóðlegri matarhefð

Jónína Margrét Hermannsdóttir og Jakob Sigvaldi Sigurðsson ákváðu að mæta …
Jónína Margrét Hermannsdóttir og Jakob Sigvaldi Sigurðsson ákváðu að mæta í Hagkaup strax og slátursalan hófst. Það kom þeim á óvart að engin biðröð var nú en þau hafa oft þurft að bíða í röð eftir slátri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við tökum lítið núna, bara rétt til að fá bragðið. Við höfum gaman af þessu og viljum reyna að halda við þjóðlegri matarhefð. Unga fólkið er svolítið tregt að borða þetta en finnst gott að smakka þegar það fær slátrið nýtt upp úr pottinum.“

Þetta segir Jakob Sigvaldi Sigurðsson, fyrrverandi verkstjóri í Njarðvík, en hann og kona hans, Jónína Margrét Hermannsdóttir sem mikið hefur unnið við matreiðslu, voru fyrst til að kaupa slátur í sláturmarkaði SS og Hagkaups í versluninni í Kringlunni í ár. Markaðurinn var opnaður eftir hádegið í gær og einnig sláturmarkaður SS í Krónunni á Selfossi.

Þau hjónin tóku fimmtán til tuttugu slátur á ári þegar þau voru með stóra fjölskyldu. Núna taka þau aðeins þrjú slátur og segir Jakob það duga fyrir þau tvö. Fyrir tveimur árum tóku þau það mörg að ekki þurfti að taka slátur í fyrra. Það er líka eina árið sem fallið hefur úr í sláturgerðinni á því heimili. „Það er allt uppétið og þess vegna komum við núna,“ segir Jakob í umfjöllun um sláturgerð í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert