Bjartviðri sunnan og vestanlands

Veðurútlit á hádegi í dag, laugardag.
Veðurútlit á hádegi í dag, laugardag.

Bjartviðri og hægur vindur verður á landinu sunnan- og vestanverðu í dag, á meðan að hægt og rólega dregur úr norðanáttinni og úrkomunni fyrir norðan og austan. Dálítil slydda eða snjókoma verður þó norðan- og austanlands og rigning á láglendi, en þurrt á Suður- og Vesturlandi. Hiti verður bilinu 1-10 stig.

Segir í athugasemdum veðurfræðings að búast megi við snjóþekju og hálku á vegum norðan- og austanlands á næstunni, sérílagi á fjallvegum, og eru vegfarendur hvattir til að sýna aðgát.

Búast má við hægri suðvestlægri átt á morgun sunnudag, 3-8 m/s, skýjað og smá væta af og til um landið sunnan- og vestanvert, en léttir til fyrir norðan og austan. Hiti víða 2 til 7 stig að deginum á láglendi.

Síðan taka við umhleypingar sem eru ansi algengar á haustin með hvössum, mildum og vætusömum suðlægum áttum og vestlægari mun svalari áttum, með skúrum og jafnvel slydduéljum á milli.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert