Leyfi Þríhnúkagígs verður auglýst

Skipulegar ferðir eru í gíginn á vegum Þríhnúka ehf. sem …
Skipulegar ferðir eru í gíginn á vegum Þríhnúka ehf. sem hafa verið að byggja upp starfsemina í átta ár. mbl.is/Golli

Tillaga um að auglýsa eftir aðilum til að nýta Þríhnúkagíg og umhverfi hans til lengri tíma er til umfjöllunar hjá Kópavogsbæ. Tillaga þess efnis var ekki afgreidd á síðasta fundi skipulagsráðs bæjarins heldur frestað.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Helga Hauksdóttir, formaður skipulagsráðs, að það hafi verið stefna bæjarins samkvæmt aðalskipulagi að opna Þríhnúkagíg fyrir almenningi. Til þess þurfi að fara í uppbyggingu í þágu ferðafólks og það verði ekki gert nema veitt verði nýtingarleyfi til meira en eins árs.

Hún segir að á fundi skipulagsráðs hafi verið farið yfir drög að auglýsingu en ekki sé búið að ákveða hvernig hún hljóðar og hvenær hún verður birt. Hún getur þess að verkefnalýsing deiliskipulagsgerðar hafi verið gerð en eftir sé að vinna skipulag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert