Leita að sveitarfélögum í tilraunaverkefni

Íbúðalánasjóður leitar nú að sveitarfélögum á landsbyggðinni til samstarfs vegna …
Íbúðalánasjóður leitar nú að sveitarfélögum á landsbyggðinni til samstarfs vegna tilraunaverkefnis.

Íbúðalánasjóður leitar nú að sveitarfélögum á landsbyggðinni til samstarfs vegna tilraunaverkefnis sem til stendur að fara í á vegum sjóðsins.

Markmið verkefnisins, að því er fram kemur á vef Íbúðalánasjóðs, er að leita leiða til þess að bregðast við húsnæðisvandanum sem ríkir víðs vegar á landsbyggðinni, m.a. vegna óvirks íbúða- og leigumarkaðar og skorts á viðunandi íbúðarhúsnæði.

Hefur Íbúðalánasjóður áhuga á að fá 2-4 sveitarfélög til að taka þátt í verkefninu, sem sjóðurinn vonast til að „nái að fanga mismunandi áskoranir á ólíkum landsvæðum“, að því er segir í fréttinni. Vonast Íbúðalánasjóður til þess að lausnirnar muni í kjölfarið nýtast á sem breiðustum grunni.

Tekur verkefnið mið af stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og byggðaáætlun sem Alþingi samþykkti í sumar, en í henni er m.a. kveðið á um markmið um fjölgun íbúða á svæðum þar sem skortur á hentugu íbúðarhúsnæði hamlar uppbyggingu í sveitarfélaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert