18 þúsund standa að baki Landsbjörg

Á Reykja­nes­braut við gatna­mót að Keili verður æft sam­kvæmt viðbragðsáætl­un …
Á Reykja­nes­braut við gatna­mót að Keili verður æft sam­kvæmt viðbragðsáætl­un vegna hóp­slysa í um­dæmi lög­reglu­stjór­ans á Suður­nesj­um. mbl.is/​Hari

„Við erum afar þakklát fyrir að vera komin með um 18.000 manna hóp sem er tilbúinn að standa við bakið á starfi slysavarnadeilda og björgunarsveita um allt land,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar.

Um eitt þúsund nýskráningar bárust í svokallaða Bakvarðasveit Landsbjargar í tengslum við söfnunarþátt félagsins á föstudag. Bakverðir Landsbjargar styrkja félagið mánaðarlega með föstum framlögum. Þá styrktu bæði einstaklingar og fyrirtæki félagið um stakar upphæðir þegar á þættinum stóð.

„Þetta er ótrúlegur velvilji sem við upplifum í samfélaginu til okkar sjálfboðaliða,“ segir Davíð.

Áhorfendum styrktarþáttarins gafst tækifæri á að fá innsýn í starf Landsbjargar, en sýnt var frá þremur slysavarnaæfingum. Ljósmyndari mbl.is fór á Suðurnes og myndaði æfingu á viðbragðsáætl­un vegna hóp­slysa í um­dæmi lög­reglu­stjór­ans á Suður­nesj­um.

mbl.is/​Hari
mbl.is/​Hari
mbl.is/​Hari
mbl.is/​Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert