Brýnt að ferðafólk kolefnisjafni

Með skógrækt er mögulegt að jafna út kolefnisspor.
Með skógrækt er mögulegt að jafna út kolefnisspor. mbl.is/RAX

„Draumurinn er að koma þessu á markað erlendis og selja kolefnisjöfnunina bæði til einstaklinga og fyrirtækja,“ segir Arngrímur Viðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Landsskóga ehf.

Landsskógar hlutu nýverið styrk frá Landsbankanum til að vinna að verkefninu „Responsible Iceland.“ Verkefnið gengur út á það að ferðafólk geti kolefnisjafnað ferðalög sín með því að kaupa þjónustu Landsskóga sem gróðursetja tré til kolefnisjöfununar en „Responsible Iceland“ er óhagnaðardrifið verkefni.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Arngrímur að styrkurinn muni nýtast Landsskógum vel til að fara af stað í tækni- og markaðsvinnu.

„Við bindum vonir við að vera í góðu samstarfi við bílaleigur, flugfélög, ferðaskrifstofur og hótel sem eru okkar tengipunktar til að selja kolefnisjöfnunina.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert