Vill „ofurbandalag“

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist bjartsýnn á myndun „ofurbandalags“ …
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist bjartsýnn á myndun „ofurbandalags“ fyrir komandi kjaraviðræður. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vill láta á það reyna hvort ekki sé hægt að stofna til samstarfs á milli Starfsgreinasambandsins og Landssambands íslenskra verslunarmanna fyrir komandi kjaraviðræður sem hefjast í vetur.

„Við erum komin mjög langt með kröfugerðina hjá VR, og við kynntum helstu niðurstöður úr könnun okkar fyrir starfsgreinafélögunum, og út úr því kom að við erum það nálægt hvort öðru í áherslum að það er vel reynandi að sjá hvort við náum ekki saman um að fara fram sem eitt stórt ofurbandalag,“ segir Ragnar, en stjórn Eflingar hvatti Starfsgreinasambandið á dögunum til þess að taka upp slíkt samband við VR.

Hann segir marga kosti við slíkt bandalag og að þörf sé á samstöðu í komandi viðræðum. „Því fleiri sem við erum og því fleira fólk sem við höfum á bak við okkur, þeim mun betri samningum náum við og þeim mun betri samningsstöðu höfum við, ég er ekki í nokkrum vafa. Þetta mun klárlega styrkja okkar samningsstöðu og leiða til betri samnings.“

Þá segir Ragnar Þór í Morgunblaðinu í dag, að myndun slíks bandalags gæti skipt sköpum, ef svo illa færi að viðræður færu í hart. „Slagkrafturinn sem við gætum þá náð fram, ef við náum að standa saman og standa í lappirnar, þá verðum við ósigrandi.“

Kjaraviðræður
» Vinna við kröfugerðir verkalýðsfélaganna nálgast lokastig.
» Aðildarfélög Starfsgreinasambandsins funda 4.-5. október og eiga þá að hafa sent inn kröfugerðir sínar.
» Kröfugerð sambandsins verður kynnt 10. október nk.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert