Ökumaður í vímu með hótanir

mbl.is/Eggert

Lögreglan handtók ökumann  í austurhluta Reykjavíkur eftir miðnætti í nótt og gistir hann fangaklefa fyrir að aka bifreið undir áhrifum fíkniefna og áfengis. Jafnframt fyrir að hóta lögreglu og fara ekki að fyrirmælum hennar.

Síðdegis í gær var ölvaður maður handtekinn í miðborginni. Segir í dagbók lögreglu að þegar  lögreglumenn höfðu afskipti af manninum hafi hann gengið aðeins til hliðar og farið að kasta af sér vatni. Maðurinn var vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu. 

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af fjórum ökumönnum til viðbótar vegna brota á lögum. Síðdegis var ökumaður stöðvaður fyrir að aka sviptur ökuréttindum en hann hefur ítrekaður verið stöðvaður fyrir sama brot.

Um klukkan 22 var annar ökumaður stöðvaður en hann var undir áhrifum fíkniefna auk þess að keyra sviptur ökuréttindum. Um ítrekuð brot er að ræða.

Lögreglan stöðvaði för ökumanns í  Hafnarfirði um kvöldmatarleytið en hann er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna. Um eitt í nótt var síðan ökumaður stöðvaður í Breiðholti grunaður um fíkniefnaakstur auk þess að vera ekki með ökuskírteini sitt meðferðis.

Lögreglan hafði síðan afskipti af manni í vesturborginni á níunda tímanum gærkvöldi fyrir vörslu fíkniefna. Málið var afgreitt á vettvangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert