Par braut gegn dóttur sinni

mbl.is

Landsréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að karlmaður á Suðurnesjum sæti gæsluvarðhaldi til 3. október en hann er grunaður um gróf kynferðisbrot gegn dóttur sinni og stjúpdóttur. Fréttavefur Ríkisútvarpsins greinir frá þessu.

Forsaga málsins er sú að stjúpdóttirin kom á lögreglustöð og lagði fram kæru á hendur manninum og móður sinni. Við yfirheyrslu í júlí játaði fólkið að hafa framið brotin. Konan sætti gæsluvarðhaldi en var síðan sleppt þar sem hlutur mannsins í brotinu var talinn meiri.

Hald var lagt á umtalsvert magn muna í eigu mannsins. Þar á meðal minniskubba, myndavélar, síma og fjölda myndbandsspólna. Þar á meðal sé upptaka af manninum og konunni þar sem þau eru að beita stjúpdótturina ofbeldi að dóttur mannsins viðstaddri.

Brot mannsins eru talin varða allt að 16 ára fangelsi. Stefnir héraðssaksóknari að því að gefa út ákæru á hendur manninum sem allra fyrst en frestur til þess er til 3. október.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert