Einn enn í haldi vegna árásar á dyraverði

Gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um grófa líkamsárás á …
Gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um grófa líkamsárás á dyraverði fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt 26. ágúst hefur verið framlengt til 2. nóvember. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um grófa líkamsárás á dyraverði fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt 26. ágúst hefur verið framlengt til 2. nóvember. Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um framlengingu gæsluvarðhaldsins á grundvelli almannahagsmuna.

Ráðist var á tvo dyra­verði við skemmti­staðinn Shooters með þeim af­leiðing­um að ann­ar þeirra hlaut al­var­leg meiðsli. Lög­regl­an hand­tók fjóra vegna máls­ins. Ein­um var sleppt eft­ir nokk­urra daga varðhald og hinum tveim­ur um viku seinna.

Ekki tekist að hafa uppi á eftirlýstum mönnum

Lýst var eft­ir tveim­ur mönn­um til viðbót­ar við rann­sókn máls­ins, en í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að ekki hefur tekist að hafa uppi á þeim. Að öðru leyti er rannsókn málsins langt komin og verður málið sent héraðssaksóknara innan skamms.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert