Þetta ber Félagsbústöðum að bæta

Heildarkostnaður Félagsbústaða vegna framkvæmda við Írarbakka 2-16 reyndist var 728 …
Heildarkostnaður Félagsbústaða vegna framkvæmda við Írarbakka 2-16 reyndist var 728 milljónir kr. Ljósmynd/Aðsend

Í samantekt á skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar vegna úttektar á viðhaldsverkefni Félagsbústaða við Írabakka 2 – 16 kemur fram að ráðast þurfi í gagngerar endurbætur á starfsemi og innra eftirliti Félagsbústaða. Heildarkostnaður við verkið var 728 milljónir og fól í sér 83 prósent framúrkeyrslu.

Hér má sjá þær ábendingar sem innri endurskoðun gerði og Félagsbústaðir þurfa að bæta úr:

„Sækja þarf heimild til stjórnar áður en stofnað er til útgjalda sem ekki eru á fjárhagsáætlun - Þegar fyrirséð eru mikil frávik frá samþykktum áætlunum er nauðsynlegt að stjórn sé upplýst um það formlega og að sótt sé viðbótarheimild áður en stofnað er til útgjalda. Ef fjárhagsskuldbindingar eru ekki bornar undir stjórn er það annars vegar brot á starfsreglum stjórnar og hins vegar skerðir það verulega möguleika stjórnar til þess að rækja eftirlitshlutverk sitt.“

„Félagsbústöðum ber að hlíta lögum um opinber innkaup – Koma verður á innkaupaferli sem tryggir fylgni við ytra regluverk, jafnræði í innkaupum, svo og gæði og tímanleika þjónustu. Það felur m.a. í sér að fram fari útboð þegar kostnaðaráætlun fer yfir viðmiðunarfjárhæðir. Í þeim tilvikum sem óskað er eftir verðtilboði er nauðsynlegt að falast eftir slíku frá stórum hópi aðila til að auka líkur á að fá hagstætt og gott tilboð.“

„Stjórn Félagsbústaða þarf að setja félaginu innkaupastefnu – Til þess að stuðla að góðri innkaupastjórnun í samræmi við lög og eyða óvissu um verklag við innkaup þurfa Félagsbústaðir að setja sér innkaupastefnu og þar með skýrar línur varðandi innkaup fyrirtækisins.“

„Félagsbústaðir þurfa að setja sér innkaupareglur á grundvelli innkaupastefnu.“

„Nýta ætti aðferðafræði verkefnastjórnunar við stjórnun stærri framkvæmda.“

„Ástandsskoðun á að vera forsenda allra framkvæmda við undirbúning viðhaldsáætlunar.“

„Bæta þarf eftirlit með verktökum.“

„Innleiða þarf reglubundna skýrslugjöf til stjórnar um framgang framkvæmda.“

„Framkvæma þarf áhættumat á starfsemi framkvæmdadeildar.“

„Útbúa þarf verklagsreglur, verklýsingar og leiðbeiningar fyrir helstu verkefni framkvæmdadeildar.“

„Bæta þarf eftirlit með framkvæmdadeildinni.“

Skýrsla innri end­ur­skoðunar var ný­lega kynnt fyr­ir stjórn Félagsbústaða og komu þar fram al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við stjórn­hætti í tengsl­um við um­rætt verk­efni. Í kjöl­farið sagði fram­kvæmda­stjóri Fé­lags­bú­staða starfi sínu lausu. Hef­ur Sigrún Árna­dótt­ir, fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri í Sand­gerði og áður fram­kvæmda­stjóri Rauða kross Íslands, verið ráðin sem starf­andi fram­kvæmda­stjóri þar til nýr fram­kvæmda­stjóri verður ráðinn í kjöl­far aug­lýs­ing­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert