Hækkunartaktur ekki lægri í 7 ár

Verð á íbúðum í fjölbýli skýrir hækkun íbúðaverðs á milli …
Verð á íbúðum í fjölbýli skýrir hækkun íbúðaverðs á milli mánaða að mestu. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,6% á milli mánaða og hægir því enn á 12 mánaða hækkunartakti vísitölunnar, sem er nú 3,9% og hefur ekki verið lægri síðan í maí 2011. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði sem byggir á nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands.

Verð á íbúðum í fjölbýli skýrir hækkun íbúðaverðs á milli mánaða að mestu, en fjölbýli hækkar um 0,7% á meðan hækkun á sérbýli mælist aðeins 0,2%. Tólf mánaða hækkunartaktur sérbýlis er þó hærri en fjölbýlis, eða 4,4% á móti 3,4% árshækkun.

Raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei mælst jafnhátt og hefur hækkað um 53,9% frá upphafi árs 2013, en raunverð íbúða fæst með því að bera vísitölu íbúðaverðs saman við vísitölu neysluverðs.

Tólf mánaða hækkunartaktur raunverðs hefur hins vegar ekki verið lægri síðan í mars 2013 þegar hann mældist 0,58. Hækkunartakturinn er nú 1,1%.

Þinglýstum kaupsamningum fækkaði um tæplega 9% á milli mánaða. Voru þeir 663 í september og fjölgaði um 48% frá sama mánuði síðasta árs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert