Segir svæðið mettað

Frá Reykjanesbæ.
Frá Reykjanesbæ.

Reykjanesbær hefur hafnað beiðni Útlendingastofnunar um að veita fleiri hælisleitendum þjónustu og þar með að stækka núgildandi samning bæjarins við stofnunina.

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri segir að bærinn hafi ekki verið tilbúinn að verða við beiðninni vegna þess að íbúum hafi fjölgað mikið auk þess sem svæðið sé „mettað af hælisleitendum“.

Hann segir að bærinn þjónusti allt að 70 til 80 hælisleitendur á hverjum tíma og leggi áherslu á fjölskyldufólk. „Við erum að axla ábyrgð á þessu verkefni,“ segir Kjartan. „Íbúum hefur fjölgað svo mikið, allir skólar og leikskólar eru orðnir fullir. Þannig að við vildum ekki taka áhættuna og taka við allt of mörgum hælisleitendum.“

Samningur Reykjanesbæjar og Útlendingastofnunar kveður á um að stofnunin greiði bænum 7.500 kr. daggjald á sólarhring fyrir hvern hælisleitanda auk fastagjalds sem nemur 11,5 milljónum króna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert