Bregðast við ákalli og selja nú pilsner á landsleikjum

Alfreð Finnbogason skoraði eina mark Íslands gegn Sviss.
Alfreð Finnbogason skoraði eina mark Íslands gegn Sviss. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við erum að prófa nýja hluti og bæta þjónustuna,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. Athygli hefur vakið að á síðustu leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hefur verið seldur pilsner, 2,25% léttbjór.

Þetta var fyrst prófað á æfingaleikjum fyrir HM í sumar og hefur verið fram haldið á heimaleikjum í Þjóðadeildinni.

Pilsnerinn er frá Víking og er seldur í sérstökum sölubásum. Raðir mynduðust við básana í leiknum gegn Sviss á mánudagskvöld. Áhorfendur mega fara með veigarnar upp í stúku, kjósi þeir svo. Þetta er stefnubreyting hjá KSÍ en lengi hefur verið umræða um það af hverju hægt sé að kaupa bjór á leikjum í öðrum löndum en ekki hér. Nú hefur í það minnsta skref verið stigið í þá átt, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert