Þriggja og hálfs árs dómur staðfestur

Landsréttur
Landsréttur mbl.is/Hjörtur

Landsréttur staðfesti í dag þriggja og hálfs árs dóm yfir karlmanni fyrir kynferðisbrot hans gegn dóttur sinni. Er hann fund­inn sek­ur um að hafa látið dótt­ur sína snerta kyn­færi sín auk þess að hafa snert kyn­færi henn­ar og fróað sér í návist henn­ar. Þarf maðurinn að greiða stúlkunni 1,7 milljónir í bætur. Þá er manninum gert samkvæmt dómi Landsréttar að greiða 945 þúsund krónur í áfrýjunarkostnað.

Í dómi Héraðsdóms Reykja­ness kem­ur fram að barna­vernd­ar­nefnd hafi lagt fram kæru vegna máls­ins árið 2016. Hafði dótt­ir­in greint frá því að „stund­um þegar hún og pabbi henn­ar væru tvö ein nuddaði hún á hon­um typpið. Stúlk­an hefði jafn­framt sagt að ákærði nuddaði á henni klobb­ann og stund­um potaði hann fingri inn.“

Sagði stúlk­an frá þess­um at­vik­um bæði við ömmu­syst­ur sína og við móður.

Faðir stúlk­unn­ar neitaði sök við þing­fest­ingu í héraði, en við aðalmeðferð sagði hann að ásak­an­irn­ar væru á mis­skiln­ingi byggðar. Greindi hann frá því að dótt­ir hans hefði tekið uppþvotta­lög af vaski á baðher­berg­inu og notað sem sápu í baði og við það fengið sviða og roða á kyn­færa­svæðinu. Hafi hann reynt að skola lög­in af og borið krem á til að draga úr sviðanum. Þá sagði hann stúlk­una hafa gripið í typpið á sér þegar þau voru í sturtu, en hann sagt henni að svona gerði maður ekki.

Stúlk­an sagði í skýrslu­töku hjá Barna­húsi að sig minnti ekki til að hafa sviðið í klofið. Þá lýsti hún því hvernig faðir henn­ar hafi hagað sér þegar hann fróaði sér og sagði að það hefði verið hann sem gerði „eitt­hvað“ við typpið þegar það kom „eitt­hvað“ upp úr því. Sagðist stúlk­an ekki hafa getað „gert svona lengi og hratt og pabbi.“

Seg­ir í dóm­i héraðsdóms að fyr­ir liggi stöðugur og grein­argóður framb­urður stúlk­unn­ar. Tel­ur sál­fræðing­ur vand­séð að hún hefði getað lýst at­vik­um með þess­um hætti öðru­vísi en að hafa upp­lifað þá sjálf. Skýr­ing­ar þær sem ákærði hef­ur gefið á frá­sögn stúlk­unn­ar fá hins veg­ar hvorki hald­bæra stoð í framb­urði vitna né fram­lögðum gögn­um. Þykir því mega slá því föstu, svo ekki verði vé­fengt með skyn­sam­leg­um rök­um, að því er seg­ir í dóm­in­um, að maður­inn hafi gerst sek­ur um brotið.

Er hann sagður hafa brotið al­var­lega gegn stúlk­unni og nýtt sér yf­ir­burðar­stöðu gagn­vart henni. Þykir hæfi­leg refs­ing því vera þrjú ár og sex mánuðir. Vísaði Landsréttur í niðurstöður héraðsdóms og staðfesti fyrri dóm.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert