Fjölmenni var á 10 ára afmæli UNICEF og Te & Kaffi

Páll Óskar skemmti gestum á afmælishátíð Unicef og Te og …
Páll Óskar skemmti gestum á afmælishátíð Unicef og Te og Kaffi í Smáralind. mbl.is/​Hari

Margt var um manninn þegar UNICEF á Íslandi og Te & Kaffi blésu til afmælisveislu í Smáralindinni í dag til að fagna 10 ára farsælu samstarfi. Tveggja metra afmæliskakka kláraðist og mikill fögnuður braust út þegar tónlistarmaðurinn Páll Óskar steig þar á svið, en hann hefur kynnst starfi UNICEF í Síerra Leóne með eigin augum

Te & Kaffi hefur verið stuðningsaðili UNICEF á Íslandi frá árinu 2008 og safnað yfir 40 milljónum króna fyrir börn í neyð.

Afmæliskakan rann ljúflega niður hjá gestum.
Afmæliskakan rann ljúflega niður hjá gestum. mbl.is/​Hari

„Mér þykir afar vænt um samstarfið okkar. Ég hef notið þeirrar gæfu að fá að fylgjast með þessu samstarfi vaxa frá fyrsta degi, sem hefur verið virkilega gefandi. Á þessum tíu árum höfum við náð að hjálpa börnum í neyð og ég er gríðarlega stoltur af starfsfólki kaffihúsanna fyrir þennan árangur.  Við erum hvergi nærri hætt heldur,“ er haft  eftir Guðmundi Halldórssyni, framkvæmdastjóra Te & Kaffi í fréttatilkynningu.

Framlögin frá kaffihúsunum og í gegnum sölu á kaffi til fyrirtækja hafa nýst í að tryggja börnum í Kólumbíu menntun, bregðast við ebólufaraldri í Vestur-Afríku, hjálpa börnum í Suður-Súdan þegar landið var á barmi hungursneyðar og útvega bólusetningar gegn mænusótt.

Gestir á 10 ára afmælishátíð Unicef og Te og Kaffis …
Gestir á 10 ára afmælishátíð Unicef og Te og Kaffis í Smáralind. mbl.is/​Hari

„Þetta samstarf skiptir okkur miklu máli og hefur hjálpað hundruð þúsunda barna. Fyrir það vil ég þakka starfsfólki og viðskiptavinum Te & Kaffi sérstaklega,“ segir Steinunn Jakobsdóttir, upplýsingafulltrúi UNICEF á Íslandi.

Samhliða afmælinu hófu UNICEF og Te & Kaffi 10 daga söfnunarátak þar sem brugðist er við hungri í heiminum. Af hverjum seldum drykk dagana 19. – 29. október gefur Te & Kaffi andvirði 300 millilítra af næringarmjólk fyrir barn sem þjáist af bráðavannæringu og viðskiptavinum er boðið að gera það sama með því að bæta 66 krónum við bollann. 

Einnig er hægt að gefa næringarmjólk í gegnum vefverslun UNICEF á Íslandi.

Ljósmyndasýning UNICEF vakti áhuga bæði barna og fullorðinna.
Ljósmyndasýning UNICEF vakti áhuga bæði barna og fullorðinna. mbl.is/​Hari
Kaffisopinn rann ljúflega niður hjá viðstöddum.
Kaffisopinn rann ljúflega niður hjá viðstöddum. mbl.is/​Hari
Samhliða afmælinu hófu UNICEF og Te & Kaffi 10 daga …
Samhliða afmælinu hófu UNICEF og Te & Kaffi 10 daga söfnunarátak þar sem brugðist er við hungri í heiminum. Af hverjum seldum drykk dagana 19. – 29. október gefur Te & Kaffi andvirði 300 millilítra af næringarmjólk fyrir barn sem þjáist af bráðavannæringu mbl.is/​Hari
Tveggja metra afmæliskakka kláraðist.
Tveggja metra afmæliskakka kláraðist. Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert