Gul viðvörun víða um land

Mynd/Skjáskot af vef Veðurstofu Íslands

Gul viðvörun er í gildi víða um land, en 980 mb lægð er stödd úti fyrir Húnaflóa og í nótt var suðvestanhvassviðri eða stormur á landinu. Þessu hafa fylgt miklar rigningar, en búast má við að snjói á fjallvegum norðvestan til og norðan til á landinu. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Veður skánar smám saman í dag þegar lægðin grynnist og fjarlægist landið. Undir kvöld verður vindur orðinn skaplegur víðast hvar, en enn má búast við skúrum eða slydduéljum vestan- og norðanlands.

Næstu nótt er von á að næsta úrkomusvæði færist yfir landið og verður það viðloðandi á morgun, en vindur nær sér ekki á strik.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á þriðjudag:
Fremur hæg breytileg átt, bjart með köflum og hiti 0 til 5 stig. Gengur í suðaustan 8-13 með rigningu um landið sunnan- og vestanvert og hlýnar heldur. 

Á miðvikudag:
Suðvestan 10-15 m/s og skúrir, en þurrt austan til á landinu. Hiti 3 til 8 stig. Norðlægari um kvöldið og kólnar með éljum norðanlands en léttir til syðra. 

Á fimmtudag:
Norðan 10-15 m/s og snjókoma með köflum norðan til á landinu, en þurrt sunnanlands. Hiti nálægt frostmarki. 

Á föstudag og laugardag:
Norðlæg átt og él, einkum um landið norðaustanvert. Kalt í veðri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert