Mál Áslaugar enn til skoðunar

Áslaug Thelma Einarsdóttir segist margoft hafa leitað til starfsmannastjóra Orku …
Áslaug Thelma Einarsdóttir segist margoft hafa leitað til starfsmannastjóra Orku náttúrunnar vegna óviðeigandi framkomu fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Ljósmynd/Aðsend

Mál Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, sem var sagt upp störfum sem forstöðumanni einstaklingsmarkaðar Orku náttúrunnar, er enn til skoðunar hjá innri endurskoðun Reykjavíkurborgar og hefur hún ekki fengið skýringar á því hvers vegna henni var sagt upp. Þetta skrifar Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu, á Facebook í dag.

„Fyrir sex vikum var kona [Áslaug Thelma] rekin úr starfi hjá OR/ON sem er stærsta fyrirtækið í eigu í Reykjavíkurborgar. Framhaldið þekkja allir, konan steig fram og sagði frá kynbundnu áreiti og einelti sem hún hafði þurft að þola og lýsti 18 mánaða ítrekuðum tilraunum til að tilkynna það og fá réttlætanlega málsmeðferð hjá starfsmannastjóra og stjórnendum OR/ON,“ skrifar Einar sem vill að fólk hugsi til þessa á kvennafrídeginum.

„Hugsum út í þetta á kvennafrídaginn þar sem konur munu[m] koma saman og fagna eftir 40 ár af söngnum „Ég þori, get og vil". Framkoma formanns borgarráðs, borgarstjóra og alls meirihlutans gagnvart konunni er sorgleg. Þar má einnig telja til stjórnarformann OR sem notað hefur hvert tækifæri opinberlega til að hvítþvo gerendurna af þessum málum,“ skrifar Einar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert