Fyrsta flensutilfelli haustsins staðfest

Bólusetning gegn flensu.
Bólusetning gegn flensu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir staðfestir að eitt tilfelli af flensu hafi greinst á Landspítalanum í haust.

Hann segir það ekki nýtt að eitt og eitt flensutilfelli stingi sér niður á haustin, slíkt hafi gerst undanfarin ár.

„Flensutímabilið hefst vanalega ekki fyrr en um áramót. Það er ekki hægt að sjá út frá einu tilfelli hvernig flensan verður,“ segir Þórólfur, sem tekur fram að flensan hegði sér svipað milli ára.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert