Innkalla rjómasúkkulaði

Síríus rjómasúkkulaði með saltlakkrísflögum og sjávarsalti.
Síríus rjómasúkkulaði með saltlakkrísflögum og sjávarsalti.

Nói Síríus hefur, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað Síríus rjómasúkkulaði með saltlakkrísflögum og sjávarsalti. 

Í ljós hefur komið að í hluta framleiðslulotu hefur röng vara blandast saman við rétta í pökkun. Sú vara sem pakkað var ranglega inniheldur ofnæmis- eða óþolsvaldinn heslihnetur en sú rétta ekki og því kemur ekki fram í listanum yfir innihaldsefnin að varan inniheldur heslihnetur. Súkkulaðið var selt í verslunum Krónunnar um allt land.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert