Ljósastýring sett upp við Goðafoss?

Þingeyingar hafa áhyggjur af umferðinni við Goðafoss.
Þingeyingar hafa áhyggjur af umferðinni við Goðafoss. mbl.is/​Hari

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar lýsir áhyggjum sínum vegna þeirrar hættu sem skapast við einbreiða brú yfir Skjálfandafljót við Goðafoss þegar umferð er sem mest.

Óskar sveitarstjórn eftir því við Vegagerðina að kannaðir verði kostir þess að að setja upp umferðarstýrð ljós við brúna þar sem ný tvíbreið brú er ekki væntanleg á næstu árum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Var þetta bókað eftir umræður um málið á fundi sveitarstjórnar í vikunni. Sveitarstjórnin lýsti vonbrigðum sínum með að ekki er gert ráð fyrir nýrri brú fyrr en á þriðja tímabili samgönguáætlunar, eða á árunum 2029 til 2033.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert