Tveir menn í farbanni

mbl.is/Eggert

Tveir af þeim þremur mönnum sem voru handteknir vegna rannsóknar á máli sem snýr að ætluðum brotum á almennum hegningarlögum, lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga hafa verið úrskurðaðir í farbann. 

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum að allir þrír mennirnir hafi setið í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins. 

„Mikilvægt er að rannsaka alla þætti þessa máls og stendur sú rannsókn enn. Á þessu stigi mun lögregla ekki tjá sig um einstök atriði hennar,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni.

RÚV greindi frá því á laugardag að er­lend­ur maður hafi setið í gæslu­v­arðhaldi í hálf­an mánuð vegna gruns um að hann hafi stundað vinnum­an­sal. Maðurinn var sagður pakistanskur og talinn hafa flutt tugi manna til Íslands yfir um tveggja ára skeið og suma þeirra á fölsuðum skil­ríkj­um.

Fram kom að maðurinn hafi verið hand­tek­inn ásamt tveim­ur sam­lönd­um sín­um við kom­una á Kefla­vík­ur­flug­völl fyr­ir hálf­um mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert