Banaslysum barna hefur fjölgað

mbl.is/​Hari

Tíu einstaklingar á aldrinum 0-16 ára létust í umferðinni á tímabilinu 2013-2017, samanborið við aðeins tvo á árunum 2008-2011.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýlegri rannsóknarskýrslu sem birt er á vef Vegagerðarinnar, en verkfræðingurinn Katrín Halldórsdóttir er höfundur hennar. Hún segir frekari rannsókna þörf á þessu sviði og að huga þurfi vel að ýmsum atriðum til þess að draga úr banaslysum og alvarlegum slysum meðal barna hér á landi.

Í skýrslunni kemur meðal annars fram að í skýrslu IRTAD, alþjóðlegs gagnagrunns um umferðarslys, frá árinu 2015 hafi hlutfall barna á aldrinum 0-14 á tímabilinu 2011-2013 af heildarfjölda þeirra sem létust í umferðinni verið það hæsta í Evrópu. Katrín tekur fram að fámenni þjóðarinnar geti skekkt tölfræði á borð við þessa. „Þetta er engu að síður ekki málaflokkur þar sem við viljum vera í fyrsta sæti,“ segir Katrín í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag, og bætir við að þegar verið er að fjalla um jafn viðkvæman vegfarendahóp og börn sé ríkur vilji til þess að kanna málin og sjá hvernig hægt sé að tryggja betur öryggi þeirra í umferðinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert