Hærri laun fækka störfum

Krónukeðjan hyggst fjölga sjálfsafgreiðslukössum á næstunni.
Krónukeðjan hyggst fjölga sjálfsafgreiðslukössum á næstunni. mbl.is/Árni Sæberg

Vísbendingar eru um að launahækkanir muni þrýsta á um sjálfsafgreiðslu í íslenskri verslun á kostnað starfa. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir fyrirtækið vera að innleiða sjálfsafgreiðslu í Hagkaup.

Hann telur að störfum í íslenskri verslun muni fækka vegna vaxandi sjálfvirkni. Verslunin sé meðvituð um vægi launakostnaðar í rekstrinum. Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, telur fjölda starfsfólks í stærri búðum keðjunnar hafa náð hámarki. Tækjaskortur hægi á sjálfvirknivæðingu.

Eggert Þór Kristófersson, forstjóri hjá Festi, sem rekur m.a. N1 og Krónuna, gagnrýnir hugmyndir um styttingu vinnuvikunnar í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

„Hugmyndir um að stytta vinnuvikuna samsvara því að allir vinni fulla vinnu nema á föstudögum þegar allir hætta á hádegi. Það mun ekki ganga upp að mínu mati enda væri það of mikil skerðing á þjónustu við viðskiptavini,“ segir Eggert.

Samtök verslunar og þjónustu óttast um þá sem missa vinnu við afgreiðslu vegna sjálfvirknivæðingar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert