Malbikað á Vesturlandsvegi

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Stefnt er að því að malbika hægri akrein á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ, á milli hringtorga við Álafossveg og Reykjaveg. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli kl. 09.00 og 13.00. Þrengt verður að umferð og umferðarhraði tekinn niður fram hjá vinnusvæðinu. Búast má við einhverjum umferðartöfum.

Einnig er stefnt að því að malbika Álftanesveg við Góu, á milli Reykjanesbrautar og Garðahrauns. Veginum verður lokað og viðeigandi merkingar verða settar upp meðan á framkvæmd stendur. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli kl. 14:00 og 18:00.

Á Vestfjörðum er hálka eða hálkublettir á flestum fjallvegum.

Á Norðurlandi eru hálkublettir á fjallvegum og á milli Sauðárkróks og Hofsóss.

Á Norðausturlandi eru hálkublettir á Mývatnsöræfum og hálka á Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. Hálka er einnig á Hólaheiði, Raufarhafnarvegi og Hófaskarði og hálkublettir í Þistilfirði en þar er einnig éljagangur.

Á Austurlandi eru hálkublettir á Fjarðarheiði, Vatnsskarði eystra og Öxi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert