Slökkviliðið æfir í reykfylltu húsi

Slökkviliðsmenn á æfingu í Garðabæ.
Slökkviliðsmenn á æfingu í Garðabæ. Ljósmynd/Eva Björk

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið við æfingar í húsi sem stendur til að rífa við Lækjarfit í Garðabæ.

Að sögn Stefáns Kristinssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu, hefur húsið verið fyllt af reyk með stórum reykvélum og æfa slökkviliðsmenn í framhaldinu inngöngu með hitamyndavélar og almenna reykköfun.

Stór æfing var haldin í gær en æfingin sem hófst í morgun hefur verið aðeins minni í sniðum. Allar slökkviliðsstöðvar taka þátt í æfingunum, sem munu hugsanlega halda áfram næstu daga.

Stefán segir að það sé bæði skemmtilegt og um leið mikilvægt að fá hús sem þessi til afnota til æfinga. Hann bætir við að æfingar uppi á þaki hússins standi einnig til áður en það verður rifið.

Ljósmynd/Eva Björk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert