Stærri skjálftinn reyndist 4,6 stig

Bárðarbunga.
Bárðarbunga. mbl.is/RAX

Stærri skjálftinn sem varð í Bárðarbungu í nótt reyndist 4,6 stig að stærð en ekki 3,3 stig eins og áður hafði komið fram. Hinn skjálftinn sem var yfir þremur stigum og mældist 3,5 stig var hins vegar rétt mældur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Skjálftarnir urðu klukkan 00:08 og 00:12 í nótt.

Tveir aðrir skjálftar, rétt undir þremur stigum, urðu einnig í nótt í Bárðarbungu. Annar var upp á 2,7 stig og hinn upp á 2,8 stig. Nokkrir minni eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið, en samkvæmt tilkynningunni eru engin merki um gosóróa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert