Stórir skjálftar við Bárðarbungu

Rétt eftir miðnætti mældust tveir jarðskjálftar í Bárðarbungu af stærð 3,3 og 3,5. Engin merki eru um gosóróa að sögn sérfræðings á jarðvársviði Veðurstofu Íslands.

Samkvæmt vef Veðurstofunnar mældist skjálfti fjögur stig á svipuðum slóðum á sama tíma en sá skjálfti hefur ekki verið yfirfarinn. Engir skjálftar hafa mælst síðan skömmu eftir miðnætti á þessum slóðum.

Bárðarbunga.
Bárðarbunga. mbl.is/RAX
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert