256 tonna samdráttur í sölu

Lambakjötið virðist hafa gleymst í rigningarsumrinu. Sala dróst mikið saman.
Lambakjötið virðist hafa gleymst í rigningarsumrinu. Sala dróst mikið saman. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Sala á kindakjöti dróst verulega saman í sumar. Síðustu þrjá mánuði var salan 7,3% minni en sömu mánuði á síðasta ári. Mestur var samdrátturinn í ágúst, 18,5%, og 3,7% í júlí. Hins vegar var salan í september 0,4% meiri en í fyrra.

Þegar litið er á sölutölur búnaðarstofu Matvælastofnunar á heilu ári sést að samdrátturinn er 3,6% eða sem nemur 256 tonnum kjöts, að sögn Morgunblaðsins.

Sala á alifuglakjöti sem hér er framleitt minnkaði um 0,3% á þessum ársfjórðungi en hefur aukist um 2,6% á ársgrundvelli. Sala á svínakjöti jókst um 5,6% í júlí til september og um 7,7% á ári. Þá jókst sala á innlendu nautakjöti um 12,7% á síðasta ársfjórðungi og um 4% á árinu í heild.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert