Hjón fengu 4 milljóna skaðabætur

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Ófeigur

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða hjónum samtals fjórar milljónir króna í skaðabætur. Þau voru úrskurðuð fyrir tveimur árum í gæsluvarðahald grunuð um aðild að íkveikju á húðflúrsstofunni Immortal Art í Hafnarfirði.

Hjónin kröfðust hvort um sig sex milljóna króna í skaðabætur. Krafa þeirra var reist á því að þau hafi verið handtekin að ósekju af vopnuðum lögreglumönnum á heimili sínu árla morguns 3. nóvember 2016, gerð hafi verið húsleit á heimili þeirra, síma- og tölvugögn þeirra skoðuð, munir í eigu þeirra haldlagðir og þau látin sæta gæsluvarðhaldi, í einangrun, til 7. nóvember, eða þangað til Hæstiréttur Íslands felldi gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms úr gildi.

Málið var endanlega fellt niður með bréfi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu 29. ágúst 2017.

DV og Stundin greindu frá því á sínum tíma að eig­end­um Immortal Art hefðu borist hót­an­ir áður en þeir opnuðu staðinn. Hann hafði aðeins verið op­inn í einn dag þegar rúða var brot­in og ein­hvers kon­ar sprengju hent inn um glugga með þeim af­leiðing­um að staður­inn brann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert