Margir læra listina að standa á höndum

Helgi Rúnarsson eðlisfræðidoktor kennir landanum að standa á höndum sér …
Helgi Rúnarsson eðlisfræðidoktor kennir landanum að standa á höndum sér til gleði og heilsubótar. mbl.is/Árni Sæberg

Eðlisfræðidoktorinn Helgi Freyr Rúnarsson stóð aldrei á höndum sem barn eða unglingur og hafði ekki einu sinni reynt að standa á höndum fyrr en hann var kominn vel á þrítugsaldurinn.

Í dag kennir hann íþróttafólki og öðrum áhugasömum handstöðulistina en um 400 manns hafa sótt námskeiðin hans hjá Primal á því rúma ári síðan hann byrjaði að kenna, í ágúst í fyrra.

Gaf eðlisfræðina upp á bátinn

„Ég byrjaði aftur að hreyfa mig þegar ég byrjaði í doktorsnáminu. Ég bjó þá í litlum strandbæ í Portúgal. Ég fór á netið og gúgglaði hvað ég ætti að gera til að verða sterkur og fór þá að gera upphífingar, armbeygjur, vinkla og teygjur. Mér byrjaði þá að líða vel í líkamanum og það kom mér af stað. Upp úr því fór ég að læra að standa á höndum,“ segir Helgi Freyr en hann lauk doktorsgráðunni í fyrra.

Sjá viðtal við Helga Frey í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert