Skaðabætur eftir að skápur féll á hana

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Þorsteinn Ásgrímsson

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Tryggingamiðstöðina til að greiða konu á fertugsaldri rúmar 18 milljónir króna eftir að hún slasaðist í vinnuslysi árið 2014.

Konan var að störfum sem tanntæknir þegar skápur í vinnurými á tannréttingastofu féll í heilu lagi niður af veggnum og á hana.

Samkvæmt læknisvottorði hlaut hún skurð á höfði, vægan heilahristing, hálstognun og áverka á öxl. Í vottorðinu kom fram að hún ætti að ná sér að fullu af áverkunum á skömmum tíma.

Eftir þetta leitaði konan á heilsugæslustöð vegna versnandi verkja í hálsi og herðum. Hún sneri aftur til vinnu 22. september 2014 en hætti endanlega störfum vegna viðvarandi verkja 25. febrúar 2015.

Í læknisvottorði heimilislæknis dagsettu 20. janúar 2016, kemur fram að konan hafi verið með viðvarandi höfuðverk og verki í hálsi og herðum og vinstri öxl frá því að slysið varð. Jafnframt segir í vottorðinu að hún hafi verið óvinnufær utan heimilis og átt bágt með að sinna léttum störfum heima við þrátt fyrir meðferð hjá læknum og sjúkraþjálfurum. Þá hafi hún glímt við kvíða- og áfallastreituröskum og leitað sér aðstoðar á Kvíðamiðstöðinni vegna þess.

Konan fór fram á tæpar 22 milljónir króna í bætur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert