Byggingarréttargjald þungur baggi

Framkvæmdir í Reykjavík hafa mjög verið til umræðu.
Framkvæmdir í Reykjavík hafa mjög verið til umræðu. mbl.is/​Hari

„Mér finnst þetta í raun vera ákall til borgarinnar. Það er hins vegar ekki brugðist við því, gefið í skyn að þetta sé villandi og ég fæ ekki betur séð en að þessu bréfi sé enn ósvarað,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, við Morgunblaðið.

Vísar hann í máli sínu til erindis Björns Traustasonar, framkvæmdastjóra leigufélagsins Bjargs, til borgarstjóra, dagsetts 22. júní síðastliðinn. Þar óskar Bjarg eftir endurákvörðun byggingarréttargjalds vegna verkefna félagsins og að endurákvörðun gildi einnig fyrir áður úthlutuð verkefni.

Markmið félagsins er að veita leigutökum, sem eru undir tekju- og eignamörkum þeim sem skilgreind eru í lögum um almennar íbúðir, aðgengi að öruggu húsnæði þar sem greiðslubyrði leigu verði að jafnaði ekki hærri en sem nemur 25% af heildartekjum.

„Það er mikil áskorun að ná þessu markmiði í Reykjavík fyrir þá lægst launuðu. Þar vegur hátt byggingarréttargjald þungt,“ segir í erindi Bjargs, en Reykjavíkurborg lagði upp með að Bjarg greiddi jafnaðarverð 45.000 á fermetra fyrir byggingarrétt. „Samkvæmt áætlunum Bjargs hækkar byggingarréttargjald 45.000 á fermetra leigu meðalíbúðar um ca. 20.000 á mánuði,“ segir þar, en „[b]estum árangri væri náð með því að fella gjaldið alveg niður“ að mati Bjargs íbúðafélags.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert