Byrjað að rífa húsið á Kirkjuvegi

Húsið sem verður rifið í dag.
Húsið sem verður rifið í dag. mbl.is/Eggert

Byrjað er að rífa húsið á Kirkjuvegi á Selfossi sem brann í lok október. Þetta staðfestir samskiptastjóri VÍS. 

Að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi, er rannsókn á málinu í fullum gangi. Krafist hefur verið sakhæfismats á meintum geranda í málinu. Auk þess er verið að meta hvort almannahætta hafi hlotist af brunanum.

Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er að vinna úr sínum gögnum og lögreglan á Suðurlandi er einnig að vinna úr þeim gögnum sem hún hefur aflað eða fengið.

Oddur reiknar með því að rannsókn lögreglunnar ljúki eftir fjórar til sex vikur. Þá verður málið sent til ákærusviðs til ákvörðunartöku um framhaldið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert