Fimm milljónir í listsjóð á Akureyri

Þórleifur Stefán Björnsson, formaður stjórnar Menningarfélagsins Hofs, Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri …
Þórleifur Stefán Björnsson, formaður stjórnar Menningarfélagsins Hofs, Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, og Þuríður Helga Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar. Ljósmynd/Aðsend

Samkomulag um stofnun listsjóðsins Verðandi var undirritað í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í dag. Megintilgangur sjóðsins er að styrkja listafólk til að nýta Menningarhúsið Hof og Samkomuhúsið sem vettvang fyrir listsköpun sína. 

Frá þessu er greint í tilkynningu frá Menningarfélagi Akureyrar, Akureyrarbæ og Menningarfélagi Hofs.

Listsjóðurinn á að auðvelda ungu listafólki og þeim sem starfa utan stofnana að nýta sér þá aðstöðu sem Hof og Samkomuhúsið hafa upp á að bjóða, stuðla að fjölbreytileika í listviðburðum í húsakynnunum og nýta þá möguleika sem þar eru fyrir fjölbreytta viðburði.

Samkomulagið undirrituðu Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, Þórleifur Stefán Björnsson, formaður stjórnar Menningarfélagsins Hofs, og Þuríður Helga Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert