Hótaði lögregluþjónum lífláti

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Ófeigur

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 60 daga skilorðsbundið fangelsi og svipt hann ökurétti í tvö ár. Hann var ákærður fyrir að hafa ekið bifreið suður Höfðabakka undir áhrifum áfengis í september í fyrra og lent á kyrrstæðri bifreið á gatnamótum við Bíldshöfða.

Hann var einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa fyrir utan hús við Höfðabakka reynt að slá og sparka í lögreglukonu sem tókst að víkja sér undan og endurtekið hótað henni og lögreglumanni lífláti.

Maðurinn hafði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert