Mælingar fornleifafræðinga standa yfir

mbl.is/Kristinn Magnússon

Mælingar hafa staðið yfir á þeim kistuleifum sem fundust í lagnaskurði í Víkurgarði í fyrradag. Eftir það verður grafið þar yfir. Næstu daga og vikur tekur hefðbundið framkvæmdaeftirlit við, að sögn Völu Garðarsdóttur fornleifafræðings.

Minjastofnun Íslands gaf fyrirmæli um að mælingarnar yrðu framkvæmdar.

Ef kistuleifar eða eitthvað annað finnst á svæðinu síðar meir verður staðan tekin „þó að það sé alltaf ólíklegra og ólíklegra“, segir Vala.

Hún býst við að klára sinn hluta fyrir eða um helgina og þá tekur framkvæmdaeftirlitið við eftir að grænt ljós hefur fengist frá Minjastofnun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert