Pólitískir aðstoðarmenn þingmanna

Þingmenn, aðrir en ráðherrar og formenn flokka í stjórnarandstöðu, munu …
Þingmenn, aðrir en ráðherrar og formenn flokka í stjórnarandstöðu, munu fá aukna aðstoð við störf sín. mbl.is/​Hari

Reikna má með að 6-8 aðstoðarmenn alþingismanna taki til starfa frá næstu áramótum, að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis. Aðstoðarmönnunum verður svo fjölgað út kjörtímabilið þar til fjöldi þeirra nær 15-17.

Helgi sagði að þegar ríkisstjórnin var mynduð hefði verið lögð áhersla á að styrkja Alþingi. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hefði strax skoðað hvernig það mætti gera. Byrjað var á að styrkja nefndasvið og lagaskrifstofu þingsins.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Helgi að það hafi lengi verið ósk þingmanna að fá aðstoð, eins og tíðkast í öllum öðrum þjóðþingum Evrópu. Þingmenn hér hafi ekki aðstoðarmenn. Þeir njóti faglegrar aðstoðar frá skrifstofu Alþingis en ekki pólitískrar aðstoðar. Gert var ráð fyrir aðstoð við þingmenn í fjármálaáætlun og í sumar var farið að móta fyrirkomulagið nánar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert